Þroski

Þegar við fæðumst, þá lítum við öll eins út. Þegar við horfum á nýfædd börn, klædd í hvítann fatnað, getum við ekki séð hvort það sé drengur eða stúlka sem við horfum á. Þetta er lítið fallegt barn. Fyrstu mánuði lífs okkar erum við kynlaus útlitslega. Við getum klætt drenginn okkar í kjól, fólk telur hann stúlku. Við getum sett stúlkuna í jakkaföt og hún er talin drengur. Ef við tökum allt veraldlegt í burtu, sem skilgreinir okkur hvers kyns við erum, á hvaða aldri förum við þá að átta okkur á því hvort um dreng eða stúlku sé að ræða ?