Dansskóli Birnu Björns

Dansskóli Birnu Björnsdóttur býður uppá vandað og fjölbreytt dansnám fyrir fólk á öllum aldri. Kenndir eru ýmsar tegundir dansstíla, námið er einkar fjölbreytt. Nemendur skólans setja til að mynda upp stóra sýningu í Borgarleikhúsinu á ári hverju, en í skólanum er einnig starfræk söngleikjabraut.

Ég hef myndað nemendasýningar, kennslustundir, portrett og ýmis önnur verkefni fyrir Dansskóla Birnu Björns í gegnum árin.